Thurman sendi Weinstein kalda kveðju

Uma Thurman.
Uma Thurman. AFP

Leikkonan Uma Thurman sendi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein virkilega kaldar kveðjur á þakkargjörðarhátíðinni.

Tugir kvenna í Hollwyood hafa sakað Weinstein um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Uppljóstranirnar hafa orðið til þess að flóðgáttir hafa opnast þar sem konur víða um heim segja frá áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir við störf sín.

Thurman sagði eftir að málið komst fyrst í hámæli að hún væri of reið til að tjá sig nokkuð um það. En á fimmtudag rauf hún þögnina.

„Gleðilega þakkargjörð allir! (Nema þú Harvey, og allir þínir illa innrættu samsærismenn - ég er ánægð að þetta er hægfara - þú átt ekki skilið byssukúlu),“ skrifaði Thurman á Twitter. Hún bætti því svo við að hún væri þakklát fyrir að vera á lífi og þakklát þeim sem hefðu gengið fram fyrir skjöldu.

„Ég sagði nýverið að ég væri reið og ég hef nokkrar ástæður til þess, #metoo, ef þú sérð það ekki á mér,“ skrifaði hún og átti þar með við að hún hefði einnig verið áreitt eða beitt ofbeldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert