483 fórust í skjálftanum

Gríðarlegar skemmdir urðu á húsum í kjölfar skjálftans og ljóst …
Gríðarlegar skemmdir urðu á húsum í kjölfar skjálftans og ljóst að hundruð hafa misst heimili sín. AFP

Að minnsta kosti 483 létust í jarðskjálftanum mikla í Kermanshah-héraði í Íran. Skjálftinn varð hinn 12. nóvember og mældist 7,3 stig. 

Í síðustu viku var sagt að 436 hefðu látist en nú er ljóst að margir þeirra sem slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús létust af meiðslum sínum. 

Skjálftinn varð í fjallahéraði í grennd við landamærin að Írak. Um 12.000 slösuðust. Átta létust í Írak. 

Jarðskjálftar eru algengir í Íran. Árið 1990 létust 40 þúsund manns í kjölfar skjálfta sem mældist 7,4 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert