Björguðu um 30 fórnarlömbum mansals

Lögreglumenn að störfum í Mexíkó.
Lögreglumenn að störfum í Mexíkó. AFP

Þrjátíu konum sem hnepptar höfðu verið í mansal var bjargað í tveimur lögregluaðgerðum í Mexíkó í gær. Konurnar eru flestar frá Kólumbíu og Venesúela. 

Stærri aðgerðin var framkvæmd í Toluca, höfuðborg Mexíkó-ríkis sem er fjölmennasta og eitt hættulegasta ríki Mexíkó.

Í þeirri aðgerð var 24 konum bjargað. Þær eru á aldrinum 21-39 ára. Fórnarlömbin eru í umsjá lögreglu sem handtók karl og konu sem grunuð eru um aðild að mansalinu.

Lögreglan segir að konurnar hafi verið lokkaðar til Mexíkó með loforðum um atvinnu. Þegar þangað var komið hafi hins vegar skilríki þeirra verið tekin og þær neyddar til að stunda vændi að öðrum kosti yrði fjölskyldum þeirra gert mein.

Hin lögregluaðgerðin beindist að nokkrum húsum í borginni Cuernavaca sem er á vinsælum ferðamannastað. Þar voru sex fórnarlömb mansal frelsuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina