Ekki allir íbúar vilja yfirgefa heimili sitt

Íbúar á svæðinu nota grímur fyrir vit sín.
Íbúar á svæðinu nota grímur fyrir vit sín. AFP

„Það hafa ekki allir íbúar yfirgefið svæðið. Það eru þeir sem hafa ekki farið vegna húsdýranna sinna og einnig þeir sem finnst þeir vera öruggir,“ segir Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður Indónesísku hamfarastofnunarinnar, við fréttastofuna ReutersViðbúnaður í Balí vegna eldgoss í fjallinu Agung var hækkaður upp í hæsta stig í morgun.

Yfir 100 þúsund manns sem búa í um 10 kílómetra fjarlægð frá eldfjallinu Agung á Balí hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi eldgoss. Ekki hafa allir orðið við þeim tilmælum. Nugroho sagði að öryggisverðir væru að reyna að fá fólk til að yfirgefa heimili sín sjálfviljugt en það væri ljóst að það þyrfti að beita valdi til að fá nokkra til að yfirgefa heimili sín. 

Gosmökkur fjallsins Agung stígur rúma þrjá kílómetra upp í loftið og segja jarðfræðingar að eldfjallið gæti spúið glóandi hrauni þá og þegar. Ekki er unnt að segja fyrir um með vissu hvenær það mun gerast eða hversu lengi gosið mun vara. 

Alþjóðlega flugvellinum á Balí hefur þegar verið lokað og mörg þúsund ferðamenn eru fastir á eyjunni. Ferðamenn sem stadd­ir eru á eyj­unni vin­sælu eru beðnir að fylgj­ast mjög vel með viðvör­un­um yf­ir­valda og þeim sem þangað ætluðu að fara er ráðið frá því. 

Þröngt var á þingi á flugvellinum í Balí þegar honum …
Þröngt var á þingi á flugvellinum í Balí þegar honum var lokað í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert