Kínverjar hafa miklar áhyggjur

Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu birti þessa mynd af eldflaugaskotinu í Norður-Kóreu.
Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu birti þessa mynd af eldflaugaskotinu í Norður-Kóreu. AFP

Kínversk stjórnvöld segjast hafa miklar áhyggjur af kjarnorkuvopnatilraunum Norður-Kóreumanna og að eldflaugar þeirri séu nú þannig búnar að þær gætu náð til Bandaríkjanna. Þau hvetja til viðræðna um lausn málsins.

Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir að hvatt sé til þess að Norður-Kóreumenn hætti tilraunum sínum gegn því að Bandaríkjamenn hætti hernaðaræfingum á svæðinu. Hann segir Kínverja telja þetta farsælustu lausnina.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum segja slíkt ekki koma til greina. 

Kínverjar vonast til þess að allir aðilar geti náð friðsamlegu samkomulagi og að hernaðarbrölt á svæðinu sé ekki til þess fallið að leysa vandann. 

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu segir að land sitt sé nú „fullgilt kjarnorkuríki“ eftir það sem hann kallar velheppnaða tilraun með eldflaugarskot í gær. Fullyrt er að eldflaugar af þessari gerð geti náð alla leið til Bandaríkjanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert