Stjórnandi Today Show rekinn

Matt Lauer hefur starfað hjá NBC í yfir tvo áratugi.
Matt Lauer hefur starfað hjá NBC í yfir tvo áratugi.

Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur rekið Matt Lauer, stjórnanda morgunþáttarins The Today Show, vegna ásakana um ósæmilega kynferðislega hegðun hans. 

Á Twitter-síðu þáttarins segir að á mánudagskvöld hafi borist ítarleg kæra frá samstarfsmanni um ósæmilega kynferðislega hegðun á vinnustaðnum af hálfu Matt Lauer. Ákveðið hafi verið að segja honum upp störfum. NBC segist hafa ástæðu til að telja að ekki hafi um einangrað tilvik verið að ræða. 

Lauer hefur starfað hjá NBC í yfir tuttugu ár. 

CBS-sjónvarpsstöðin rak nýlega einn sinn þekktasta þul, Charlie Rose, úr starfi af sömu ástæðu. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert