Vilja slíta öll tengsl við N-Kóreu

Nikki Haley á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í kvöld.
Nikki Haley á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í kvöld. AFP

Bandarísk stjórnvöld hafa hvatt þjóðir heimsins til að slíta öll diplómatísk og viðskiptasambönd við Norður-Kóreu vegna nýjustu eldflaugatilrauna þeirra.

„Við hvetjum allar þjóðir til að slíta öll tengsl við Norður-Kóreu,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á neyðarfundi Öryggisráðs SÞ í kvöld  

Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea óskuðu eftir fundinum eftir að Norður-Kórea skaut langdrægri eldflaug sem lenti í Japanshafi.

„Ef það verður stríð þá er enginn vafi um það að valdhöfum í Norður-Kóreu verður gjöreytt,“ bætti Haley við.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, undirritar fyrirskipun um eldflaugaskotið í gær.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, undirritar fyrirskipun um eldflaugaskotið í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert