Auknar líkur á að Bandaríkin beiti hervaldi gegn N-Kóreu

Lindsey Graham er öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins.
Lindsey Graham er öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins. AFP

Hátt settur bandarískur öldungadeildarþingmaður úr röðum repúblikana segir að í hvert sinn sem stjórnvöld í Norður-Kóreu geri eldflauga- eða kjarnorkutilraunir færist Bandaríkin skrefi nær því að hefja hernaðaraðgerðir gegn N-Kóreu. 

Þarlend stjórnvöld framkvæmdu tilraunir með langdrægri eldflaug sem jók mjög á spennuna á Kóreuskaga.

„Ef það verður gerð kjarnorkutilraun neðanjarðar, þá skuluð þið búa ykkur undir mjög alvarleg viðbrögð frá Bandaríkjunum, “ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham í þættinum Face the Nation á CBS-sjónvarpsstöðinni. 

Graham tekur þar með í svipaðan streng og H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, sem sagði á laugardag að líkurnar á stríði við N-Kóreu aukist með hverjum degi sem líður. 

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, vill gera þjóð sína að kjarnorkuveldi.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, vill gera þjóð sína að kjarnorkuveldi. AFP

Bandarísk yfirvöld hafa krafið alþjóðasamfélagið um hertar refsiaðgerðir gegn, m.a. að draga úr olíusendingum til N-Kóreu. McMaster og Graham segja að þrátt fyrir að unnið sé að diplómatískri lausn þá aukist líkurnar á stríði. 

„Við erum í kapphlaupi til að geta leyst þetta vandamál,“ sagði McMaster.

„Ég tel að þetta yrði mesta þróun í átt að óstöðugleika frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þetta er eitthvað sem setur okkur í beina hættu en ógnar líka heimsbyggðinni.“

Graham, sem er býr yfir mikilli reynslu í utanríkismálum, segist hafi farið mjög ítarlega yfir málið með ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta.

Bandarískur hermaður við æfingar.
Bandarískur hermaður við æfingar. AFP
mbl.is
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Antik bollar, kaffikanna og sykurkar
Til sölu ónotað fallegt 6 manna bollastell með gyllingu. Verð 15000 kr. Uppl í ...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR Útsala
Glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals glösum og ska...
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...