Mikilvægur Brexit fundur

Theresa May forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May forsætisráðherra Bretlands. AFP

Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, mun á fundi í Brussel í dag reyna að að ná samningi við forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, um skilnað Bretlands frá sambandinu.  

Samkvæmt upplýsingum frá ESB verður er hádegisverðarfundur þeirra í Brussel í dag síðasti möguleikinn á að ná einhverju fram varðandi komandi viðræður. Annars verði ekkert af fyrirhugaðri ráðstefnu um viðskiptin í framtíðinni líkt og til stendur að halda15. desember.

Samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar verður erfitt að ná samkomulagi í dag en mögulegt. Enn er deild um landamæri Írlands og Bretlands og réttindi íbúa  ríkja ESB sem búa í Bretlandi.

Samninganefnd Bretar hafnar aftur á móti eindaga ESB og er mjög á því að halda viðræðunum áfram. Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir fundinn í dag mikilvægan enda margt óútrætt áður en ráðstefnan hefst síðar í mánuðinum. 

Auk May verður Brexit-ráðherra Breta, David Davis og ráðgjafi May í Brexit málum, Olly Robbins, á hádegisverðarfundinum á vegum Breta. Fundurinn hefst klukkan 12:15 að íslenskum tíma. Með Juncker verður aðalsamningamaður ESB í málefnum Brexit, Michel Barnier á fundinum auk ráðuneytisstjóra (chief of staff) Juncker, Martin Selmayr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert