Mótmæla að björgunaraðgerðum hafi verið hætt

ARA San Juan kafbáturinn með hluta áhafnar í höfninni í …
ARA San Juan kafbáturinn með hluta áhafnar í höfninni í Buenos Aires. Herinn segir engar líkur á að finna áhöfn kafbátsins enn á lífi eftir rúmar tvær vikur. AFP

Ættingjar áhafnar kafbátsins ARA San Juan  sem hvarf úti fyrir strönd Argentínu um miðjan síðasta mánuð gagnrýna nú stjórn landsins fyrir að leit að áhöfn kafbátsins hafi verið hætt. 44 voru um borð í San Juan er hann hvarf og hafa umfangsmiklar leitaraðgerðir ekki borið neinn árangur.

Gekk fólkið um götur Mar del Plata, þar sem ein af bækistöðvum sjóhersins er, og krafðist þess bjögunaraðgerðir hefðust að nýju að því er BBC greinir frá. Fóru sumir fram á að Mauricio Macri, forseti Argentínu kæmi og ræddi við þá, en ættingjarnir eru m.a. ósáttir við að hafa frétt í fjölmiðlum að björgunaraðgerðum hefði verið hætt.

Argentínski sjóherinn hefur hins vegar sagt að enginn von sé lengur um að finna áhöfnina á lífi.

Fjarstýrður ómannaður rússneskur kafbátur skannar nú hafbotninn í leit að flaki kafbátsins.

Macri hefur heitið rannsókn á því hvað gerst hafi um borð í kafbátinum, en hvarf kafbátsins hefur vakið miklar spurningar heima fyrir m.a. vegna lágra fjárframlaga til hersins, sem fær hlutfallslegar lægi upphæð en önnur ríki Suður-Ameríku með hlutfalli til þjóðhagstekna.

Sjóherinn greindi frá því í síðustu viku að talið sé að sjór hafi kom­ist inn í bát­inn í gegn­um lofttúðu á skrokk hans. Sjór­inn hafi svo kom­ist í einn af raf­geym­um báts­ins og or­sakað skamm­hlaup.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert