Fyrsta ræðan flutt í dýragarði

Forsetafrú Frakklands, Brigitte Macron, tók þátt í athöfn í dýragarðinum í París í gær þegar fyrsta pandan sem fæðst hefur í Frakklandi fékk nafn.

Brigitte Macron varð „guðmóðir“ húnsins þegar hann fæddist í ágúst en foreldrarnir hafa verið í láni frá Kína í dýragarðinum frá árinu 2012. Litla pandan var nefnd Yuan Meng sem þýðir að láta drauminn rætast á kínversku. Bein útsending var frá athöfninni í flestum fjölmiðlum Frakklands enda mikill áhugi á forsetahjónunum og ekki dregur pandan úr áhuga fólks. 
Yuan Meng.
Yuan Meng. AFP

Yuan Meng á heima í Beauval dýragarðinum og var það einn af aðstoðarutanríkisráðherrum Kína sem gaf honum nafn með aðstoð frá Brigitte Macron.

Frönsku forsetahjónin hafa ekki verið áberandi í kastljósi fjölmiðla frá kosningasigri hans í maí. Þau hafa tekið saman á móti erlendum þjóðhöfðingjum og farið í opinberar heimsóknir til útlanda en forðast viðtöl um sína persónulega hagi.

.Yuan Meng.
.Yuan Meng. AFP

Brigitte Macron flutti sína fyrstu ræðu sem forsetafrú Frakklands í gær og þar kom fram að Frakkar væru stoltir og ánægðir með pöndurnar sem þeir hefðu fengið frá Kína og að húnninn væri tákn um söguleg tengsl ríkjanna tveggja.

Í gegnum hann væri það á ábyrgð Frakka að byggja upp vináttusamband milli Frakklands og Kína.

Brigitte Macron flutti sína fyrstu opinberu ræðu sem forsetafrú Frakklands …
Brigitte Macron flutti sína fyrstu opinberu ræðu sem forsetafrú Frakklands í gær. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert