„Sjokkerandi að vera í kringum þetta“

Skógareldar sem geisað hafa í Kaliforníu á þessu ári eru ...
Skógareldar sem geisað hafa í Kaliforníu á þessu ári eru þeir mannskæðustu í sögu ríkisins. AFP

„Þetta er eitthvað sem maður heyrir af úti í heimi en ímyndar sér aldrei að vinir manns lendi í,“ segir Guðrún Arnardóttir, sem er búsett í Kaliforníu þar sem hún stundar nám og spilar knattspyrnu í Santa Clara-háskólanum í Kísildalnum.

Miklir skógareldar hafa geisað í ríkinu síðustu vikur. Síðastliðinn sólarhring hafa eldar breiðst mjög hratt út í suðurhluta Kaliforníu. Um 250.000 manns eru án rafmagns og hafa 27.000 íbúar þurft að yfirgefa heimili sín. 

Þeirra á meðal er vinur Guðrúnar sem býr ásamt fjölskyldu sinni í Los Angeles. „Hann var að segja mér að fjölskyldan hans var að rýma húsið þeirra og þau vita í raun ekkert nema að þegar þau rýmdu húsið þá voru eldarnir að koma niður fjallið sem er aðeins eina mílu frá húsinu þeirra. Þannig að það gæti verið að húsið muni brenna,“ segir Guðrún í samtali við mbl.is.

Guðrún Arnardóttir stundar nám og spilar fótbolta í Santa Clara-háskólanum ...
Guðrún Arnardóttir stundar nám og spilar fótbolta í Santa Clara-háskólanum í Kaliforníu. Guðrún finnur vel fyrir áhrifum skógareldanna sem þar geisa. Ljósmynd/Aðsend

Vel vör við áhrif eldanna

Eldarnir sem nú breiðast hratt út eiga upptök sín í gili í Santa Paula, sem er rúmlega 100 kílómetra norðvestur af Los Angeles. Guðrún er því örugg. „Þó að ég hafi ekki séð eldana beint eða verið í hættu sjálf þá finn ég alveg fyrir þessu þó að eldarnir séu í ágætisfjarlægð frá mér.“

Um 40 manns hafa látið lífið í skógareldum í ríkinu það sem af er ári og eru eldarnir þeir mannskæðustu í sögu ríkisins. Í október brunnu um 86.200 hekt­ar­ar lands þegar miklir eldar brutust út í Napa og Sonoma-sýslu.

Guðrún ferðast mikið um ríkið þegar hún er að keppa með liðinu og hefur orðið vör við áhrifin og ummerki skógareldanna síðustu vikur og mánuði. Guðrún fór einnig til Napa-dalsins fyrir skömmu ásamt foreldrum sínum þegar þau voru stödd í heimsókn hjá henni. „Við skoðuðum vínekrurnar og sáum skýr ummerki um eldana, það voru heilu hæðirnar sem voru svartar og svo sáum við brunarústir af húsum.“

Liðsfélaginn missti allt

Guðrún segir áhrifa og afleiðinga vegna eldanna gæta víða. „Ein stelpa í fótboltaliðinu mínu missti heimilið sitt vegna eldanna. Fjölskylda hennar hafði mjög stuttan tíma til að rýma húsið þeirra í Santa Rosa. Hún missti eiginlega allt.“

Heimili vinkonu og liðsfélaga Guðrúnar brann til grunna í skógareldunum.
Heimili vinkonu og liðsfélaga Guðrúnar brann til grunna í skógareldunum. Ljósmynd/Aðsend

Lið Guðrúnar stóð fyrir fjáröflun á netinu fyrir fjölskyldu liðsfélaga síns og náði liðið að safna um 20.000 dollurum fyrir fjölskylduna. „Svo söfnuðum við líka fötum handa þeim þar sem þau misstu eiginlega allt sitt og við reyndum að gera það sem við gátum til að hjálpa þeim og auðvelda þeim aðeins lífið,“ segir Guðrún.

Dimm þoka vegna eldanna

Skógareldarnir hafa einnig haft áhrif á daglegt líf Guðrúnar, sem snýst að miklu leyti um að spila fótbolta. „Loftgæðin hafa verið ótrúlega léleg og maður sér alveg dimma þoku og það hafa verið nokkrir dagar þar sem fólk hefur verið beðið að halda sig inni vegna loftgæðanna.“ Þá var einum keppnisleik sem Guðrún átti að spila með liði sínu frestað vegna slæmra loftgæða.

Guðrún er fyrst og fremst þakklát fyrir að vera örugg, en það sé hálfóraunverulegt að þekkja fólk sem er að missa heimili sín í skógareldunum. „Það er sjokkerandi að vera í kringum þetta.“

Skógareldarnir sem nú breiðast hratt út eiga upptök sín í ...
Skógareldarnir sem nú breiðast hratt út eiga upptök sín í Santa Paula, rúmlega 100 kílómetra norðvestur af Los Angeles. AFP
mbl.is
Armbönd
...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: ÍSLENSKa, ENSKA,NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: 28/5, 25/6, 2...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. ...
Skólastjóri - grunnskólinn á suðureyri
Grunn-/framhaldsskóla
Grunnskólinn á Suðureyri - Skólastjór...
Starfsmaður í þjónustu við atvinnutæki
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í þjónustu við atvinnutæki ...