Um 80% flóttamanna reyndust eldri

Flóttamannabúðir í Sýrlandi. Mynd úr safni.
Flóttamannabúðir í Sýrlandi. Mynd úr safni. AFP

Ríflega 80% flóttamanna í Svíþjóð reyndust eldri en 18 ára, en þeir höfðu sagst vera yngri, við komuna til landsins. Rannsókn á tæpleg átta þúsund einstaklingum leiddi í ljós að um 6.600 flóttamenn voru eldri en 18 ára. Minni líkur eru á að börn á flótta yngri en 18 ára séu send aftur til heimalandsins síns. BBC greinir frá.  

Rannsókn fór einungis fram ef grunur lék á að einstaklingar væru eldri en þeir sögðust vera. Röntgenmynd af endajöxlum, sem eru oftast komnir við 18 ára aldur, auk mynda af liðamótum í hnjánum, voru notaðar til aldursgreiningar. Rannsóknin var gerð frá miðjum mars til loka október á þessu ári.  

Af þessum 6.600 málum hefur útlendingastofnun Svíþjóðar tekið til meðferðar um 5.700 mál. Þau fá efnislega meðferð líkt og um fullorðinn einstakling ræði. Þetta hefur BBC eftir Svenska Dagbladet. 

Það er algengt að flóttamenn hafi ekki meðferðis fæðingarskjöl til sönnunar á aldri sínum. Eðlilegar skýringar eru gjarna á því þar sem oft reynist örðugt að nálgast slíkt í stríðshrjáðu landi.  

Á árunum 2015 og 2016 sóttu um 80.000 börn yngri en 18 ára um hæli í Svíþjóð, þar af voru um 37.000 flóttabörn án fylgdar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert