Bretar hafa áhyggjur af Trump

Boris Johnson.
Boris Johnson. AFP

Bretar hafa áhyggjur af áætlunum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Þetta segir Boris Johnson utanríkisráðherra sem situr fund Atlantshafsbandalagsins í Brussel.

Hann segir að það valdi kvíða ef Bandaríkin taki þessa ákvörðun því bresk stjórnvöld telji að Jerúsalem eigi að sjálfsögðu að vera hluti af lokasamkomulagi milli Ísraela og Palestínumanna. 

Kínversk stjórnvöld taka í svipaðan streng og eins Sameinuðu þjóðirnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert