Vill að Bretar biðjist afsökunar

Sadiq Khan, borgarstjóri London, í heimsókn sinni til Indlands.
Sadiq Khan, borgarstjóri London, í heimsókn sinni til Indlands. AFP

Borgarstjóri London, Sadiq Khan, kallaði eftir því í dag að ríkisstjórn Bretlands, bæðist formlega afsökunar á fjöldamorðum sem framin voru á Indlandi árið 1919 þegar landið var enn bresk nýlenda. Þetta kemur fram í frétt AFP.

Rifjað er upp í fréttinni að breskir hermenn hafi skotið á óvopnaða mótmælendur í borginni Amritsar með þeim afleiðingum að 400 manns létu lífið, karlar, konur og börn, samkvæmt gögnum frá nýlendutímanum. Indverjar segja að hátt í eitt þúsund manns hafi látist.

Árið 2013 heimsótti þáverandi forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, staðinn þar sem fjöldamorðin áttu sér stað. Sagði hann atburðinn mjög svívirðilegan en baðst hins vegar ekki afsökunar á honum.

Khan ritaði í gestabók minningarreits um fjöldamorðin að tímabært væri fyrir bresk stjórnvöld að biðjast afsökunar á fjöldamorðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Chesterfield sófasett til sölu
Tignarlegt Chesterfield sófasett til sölu. Vel með farið. Í settinu fylgir þrigg...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Volkswagen, Vw Transporter 2017 4x4
Dísel 4x4 sjöþrepa sjálfsk, Webasto hitari, klæddur að innan afturí , Verð 4890,...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...