Fjölga hersveitum á Vesturbakkanum

Ísraelskur hermenn gengur við hlið skriðdreka. Fjölga á í hersveitum …
Ísraelskur hermenn gengur við hlið skriðdreka. Fjölga á í hersveitum Ísraelshers á Vesturbakkanum eftir að Donald Trump viðurkenndi Jerúsalem sem höfðuborg Ísrael. AFP

Ísraelski herinn greindi frá því í dag að fjölgað verði í hersveitum á Vesturbakkanum í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að Bandaríkin viðurkenni nú Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.

„Þetta var niðurstaðan eftir mat á aðstæðum. Það var ákveðið að fjölga herfylkjum á svæðinu Vesturbakkanum , sem og að fjölga í njósnsveitum sem og í heimavarnarsveitum,“ sagði í yfirlýsingu frá hernum.

Þessu til viðbótar verði fjölgað þeim hersveitum sem hafðar verða í viðbragðsstöðu.

Þjóðir heims hafa keppst um að fordæma ákvörðun Trump, en for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benjam­in Net­anya­hu, hefur hins vegar lýst yfir ánægju með ákvörðunina og seg­ir nafn Trumps komið á spjöld sögu borg­ar­inn­ar.

„Trump for­seti hef­ur bund­ist sögu höfuðborg­ar okk­ar órjúf­an­leg­um bönd­um,“ sagði  Net­anya­hu í morg­un. 

Póli­tísk­ur leiðtogi Ham­as á Gaza, Ismail Han­iya, hefur þá hvatt Palestínu­menn til upp­reisn­ar (intifada) vegna ákvörðunar for­seta Banda­ríkj­anna. „Við get­um ekki mætt þess­ari stefnu zíon­ista, sem nýt­ur stuðnings Banda­ríkj­anna, á ann­an hátt en með nýrri upp­reisn,“ sagði Han­iya í ræðu í morg­un. Ham­as er við stjórn á Gaza-strönd­inni, 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert