Leiðir til enn „myrkari tíma"

Sú ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels kann að senda svæðið aftur til „myrkari tíma“ segir Federica Mogherini, sem fer með utanríkis- og öryggismál hjá Evrópusambandinu.

„Tilkynning Trump um Jerúsalem hefur mögulega alvarleg áhrif. Þetta er mjög brothætt ástand og tilkynningin kann mögulega að senda okkur aftur til jafnvel enn myrkari tíma en við upplifum nú,“ sagði Mogherini á fundi með fréttamönnum í Brussel.

Ráðamenn ESB ríkja hafa, líkt og önnur ríki, ítrekað lýst yfir miklum áhyggjum af yfirlýsingu Trumps, sem sögð er kollvarpa áratugastefnu Bandaríkjanna í málefnum Jerúsalem sem bæði Ísraelar og Palestínumenn telja helga borg sinnar trúarbragða. Nú síðast bættist emírín af Katar í hópinn þeirra sem fordæmdu ákvörðunina og varaði hann Trump við „alvarlegum afleiðingum“ þessa.

Tilkynning Trump leiddi til allsherjarverkfalls í Palestínu í dag, hvatt var til uppreisnar (intifada) og fjölgað var í hersveitum Ísraela á Vesturbakkanum. 

Funda með Netanyahu á mánudag

ESB hefur lengi vel stutt tveggja ríkja lausn á Ísrael-Palestínudeilunni og sagði Mogherini að aðildaríki ESB myndu halda áfram samstarfi við báða deiluaðila, auk þess að ræða einnig við ríki á borð við Egyptaland og Jórdaníu um leiðir til að koma aftur á friðarviðræðum.

Mogherini fundar með Ayman Safadi, utanríkisráðherra Jórdaníu í Brussel á föstudag og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael á mánudag. Hvatti hún til þess að menn héldu stillingu sinni. Hægt væri að mótmæla ákvörðuninni með friðsamlegum hætti, en Palestínumenn víða um heim hafa mótmælt ákvörðun Trump í dag.

„Á þessum erfiðu tímum þurfum við á visku að halda og að hlýða á þær vitru raddir sem hvetja til friðar og friðsamlegra aðgerða,“ sagði hún. Enn frekari þörf sé á friðarviðræðum nú en áður og allt kapp þurfi að leggja á að draga úr spennu.

FundurNetanyahus með utanríkisráðherrum ESB ríkja íBrussel var skipulagður áður enTrump tilkynnti ákvörðun sína og er nú búist við að málefni Jerúsalem verði aðalumræðuefni fundarins. Sagði í dag nafn Trumps komið á spjöld sögu borg­ar­inn­ar.

„Trump for­seti hef­ur bund­ist sögu höfuðborg­ar okk­ar órjúf­an­leg­um bönd­um,“ sagði  Net­anya­hu í morg­un. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert