Samþykktu hjónabönd samkynhneigðra

Ástralska þingið samþykkti í dag frumvarp til laga um að heimila hjónabönd fólks af sama kyni. Mikill meirihluti þjóðarinnar greiddi atkvæði með því í þjóðaratkvæðagreiðslu nýverið.

Þingmenn fögnuðu ákaft þegar ljóst var að neðri deild þingsins hafði samþykkt frumvarpið. Í síðustu viku samþykkti efri deildin það með 43 atkvæðum gegn 12.

„Þvílíkur dagur ástar, jafnrétti og virðingu! Ástralíu hefur tekist þetta,“ sagði forsætisráðherra Ástralíu, Malcolm Turnbull, þegar hann ávarpaði þingheim að lokinni atkvæðagreiðslunni. 

AFP
mbl.is