Stjórnmál óholl fyrir unga fólkið

Lögreglumkaður á götu í Nairobi í Kenýa. Fjölgað hefur í ...
Lögreglumkaður á götu í Nairobi í Kenýa. Fjölgað hefur í hópi þess unga fólks sem upplifir sig „ótengt“ stjórnmálum og sem segist vera „óánægt“ eða reitt. AFP

Fleiri mánuðir af pólitísku umbroti, óeirðir og lakara efnahagsástand hefur haft neikvæð áhrif á æsku Kenýa samkvæmt nýlegri rannsókn.

Á unga fólkið erfitt með að láta enda ná saman og er fyrir vikið vonlítið, orkulaust og reitt að því er fram kemur í skoðanakönnun sem gerð var af fyrirtækinu greiningafyrirtækinu Well Told Story, hjá tæplega 3.000 Kenýabúum á aldrinum 18-24 ára.

„Efnahagskreppa eirir engum,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Anastasiu Mirzoyants-McKnight, yfirmanni þekkingardeildar fyrirtækisins. Um er að ræða árlega könnun og þegar niðurstöðurnar eru bornar saman við niðurstöður síðasta árs þá kemur fram að „ungt fólk er óhamingjusamara, tekur frekar áhættu og á minna fé,“ að því er fram kemur í rannsókninn.i

Þannig eiga tveir þriðju ungra Kenýabúa nú erfitt með að greiða fyrir daglegar nauðsynjar á borð við mat og ferðakostnað, en í fyrra átti þetta við um helming unga fólksins. Þá reynist öllum nema örfáum með öllu ómögulegt að leggja fyrir.

Þá hefur fjölgað í hópi þess unga fólks sem upplifir sig „ótengt“ stjórnmálum og sem segist vera  „óánægt“ eða reitt. Á sama tíma hefur þeim fjölgað sem upplifa sig einmana og einungis þriðjungur segist fá nægan félagslegan stuðning.

Er í skýrslunni bent á að áhyggjuefni sé hvernig samfélagið virðist vera að leysast upp eftir þingkosningar í landinu í ágúst á þessu ári, og hafi stjórn þess svo gott sem verið í lamasessi síðan.

mbl.is
Ukulele
...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Sómi 800
Til sölu Sómi 800 Aggi SI-8 7185 Nýuppgerður af Siglufjarðarseig. Ný Volvo P...
 
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...