Bjargaði kanínu undan skógareldum

Maðurinn hljóp óhræddur í átt að logandi trjánum.
Maðurinn hljóp óhræddur í átt að logandi trjánum. Skjáskot/YouTube

Honum varð um og ó er hann sá kanínu hlaupa í átt að logandi trjágróðrinum. Hann var þangað kominn til að reyna að bjarga litla dýrinu frá eldtungunum.

Vegfarandinn sem náðist á myndband að bjarga villtri kanínu undan skógareldunum sem nú geisa í Kaliforníu er af mörgum álitinn sannkölluð hetja. Atvikið átti sér stað við hraðbrautina í La Conchita. 

Eldarnir í nágrenni Los Angeles loga enn. Um 150 hús hafa eyðilagst og um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert