Mótmælt þriðja daginn í röð

Steinakast hefur meðal annars einkennt mótmæli Palestínumanna á Vesturbakkanum síðustu ...
Steinakast hefur meðal annars einkennt mótmæli Palestínumanna á Vesturbakkanum síðustu daga. AFP

Palestínumenn mótmæltu þriðja daginn í röð á Vesturbakkanum í dag. Mótmælin snúa að ákvörðun Don­alds Trumps Bandaríkjafor­seta að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els.

Hundruð mótmæltu í dag, töluvert færri en í gær, samkvæmt frétt BBC.

Ísraelar hafa ávallt litið á Jerúsalem sem sína höfuðborg á meðan Palestínumenn gera tilkall til austurhluta borgarinnar, sem Ísraelar hernámu í sex daga stríðinu árið 1967, sem tilvonandi höfuðborgar Palestínu sem sjálfstæðs ríkis.

Um 600 Palestínumenn mótmæltu á yfir 20 stöðum á Vesturbakkanum. Átök hafa verið minniháttar, en steinum hefur verið kastað og gassprengjum hefur verið varpað. Þrír Ísraelar slösuðust þegar strætisvagn var grýttur í norðurhluta borgarinnar.

Mótmæli hafa einnig farið fram við landamæri Gaza. Þar fóru fram  út­far­ir tveggja sem féllu í átök­um við ísra­elska her­menn í gær. Þúsund­ir voru viðstadd­ir út­far­irn­ar.

Ísraelskir hermenn á Vesturbakkanum í dag.
Ísraelskir hermenn á Vesturbakkanum í dag. AFP
mbl.is