Stríðinu við Ríki íslams lokið

Haider al-Abadi forsætisráðherra Íraks.
Haider al-Abadi forsætisráðherra Íraks. AFP

Forsætisráðherra Íraks hefur lýst því yfir að stríðinu við vígasamtökin Ríki íslams í landinu sé lokið.

Haider al-Abadi forsætisráðherra tilkynnti í dag að stríðinu við Ríki íslams væri lokið og stjórnarher landsins hefði náð landamærunum að Sýrlandi að fullu á sitt vald.

„Herir okkar hafa algjört vald á landamærunum á milli Íraks og Sýrlands og ég tilkynni því að stríðinu við Daesh [Ríki íslams] sé lokið,“ sagði al-Abadi á blaðamannafundi í Bagdad í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert