Átök við bandaríska sendiráðið í Líbanon

Átök brutust út við bandaríska sendiráðið í Líbanon í dag í tengslum við ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.

Öryggissveitir hafa beitt táragasi og öflugum vatnsbyssum gegn mótmælendum sem veifa palestínska fánanum. Mótmælendur hafa kastað steinum að sendiráðinu og kveikt elda í nærliggjandi götum þess í norðurhluta höfuðborgarinnar, Beirút. Stóru svæði við sendiráðið hefur verið lokað af öryggissveitunum.

Hundruð þúsundir palestínskra flóttamanna eru búsettir í borginni, þar á meðal þeir sem flúðu eftir stofnun Ísraelsríkis árið 1948.

Mótmæli hafa staðið yfir á Vesturbakkanum og Gaza frá því að Trump greindi frá ákvörðun sinni á miðvikdag.

Til átaka hefur komið milli mótmælenda og öryggissveita við sendiráð …
Til átaka hefur komið milli mótmælenda og öryggissveita við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon. AFP
Öflugar vatnsbyssur hafa meðal annars verið notaðar gegn mótmælendum, sem …
Öflugar vatnsbyssur hafa meðal annars verið notaðar gegn mótmælendum, sem eru andvígir ákvörðun Bandaríkjaforseta um að Jerúsalem verði höfuðborg Ísraels. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert