Öngþveiti vegna snjókomunnar

Mesti snjór sem fallið hefur í fjögur ár í Bretlandi olli miklu öngþveiti í dag. Ástandið var einnig slæmt víða í Evrópu og þurfti til dæmis að aflýsa um 300 flugferðum frá Þýskalandi. Þá strandaði ferja í höfninni við Calais í Frakklandi.

Hundruð flugfarþega urðu strandaglópar í Frankfurt í Þýskalandi og á Bretlandseyjum var ástandið litlu skárra. 

Flugvöllurinn í Frankfurt er stærsti flugvöllur Þýskalands og heimavöllur Lufthansa. Um 1.260 lendingar og brottfarir voru áætaðar um völlinn í dag. 

Þá var flugvöllurinn í Dusseldorf lokaður í fjóra tíma síðdegis vegna veðurs. Áætlanir lesta fóru einnig víða úr skorðum í Þýskalandi.

Í morgun var öllu flugi frá flugvellinum í Birmingham aflýst á meðan unnið var að því að moka snjó af flugbrautum. Einhverjum vélum sem áttu að lenda þar var beint annað. Um 30 þúsund manns fara daglega um flugvöllinn á þessum árstíma. 

Þá var flugbraut á Luton-flugvelli lokuð í tvo tíma í morgun. Einn pirraður farþegi segir að ástandið á flugvellinum hafi verið eins og á vígvelli.

Yfirgefinn bíll í vegkanti í Derby-skíri á Englandi.
Yfirgefinn bíll í vegkanti í Derby-skíri á Englandi. AFP

Verst var veðrið á Wales og í miðhluta Englands og þar var fólk hvatt til að vera ekki á ferð um götur nema af brýnni nauðsyn. Mörg umferðaróhöpp urðu á vegum á þessu svæði í dag. 

Um 30 sentímetra jafnfallinn snjór var í Wales og í Birmingham var snjódýptin 10 sentímetrar. 

Í London snjóaði einnig. Síðdegis voru samgöngur í borginni komnar að mestu í samt horf.

Umferðarteppa myndaðist á hraðbrautinni til Duesseldorf í vesturhluta Þýskalands.
Umferðarteppa myndaðist á hraðbrautinni til Duesseldorf í vesturhluta Þýskalands. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...