Viðurkenning eykur möguleika á friði

Benjamin Netanyahu.
Benjamin Netanyahu. AFP

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, segir að með því að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg landsins sé möguleiki á að friður náist á svæðinu. Fjölmörg ríki í heiminum hafa gagnrýnt ákvörðun forseta Bandaríkjanna, Donalds Trumps, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.

Netanyahu sagði við fréttamenn við komuna á fund með utanríkisráðherrum Evrópusambandsins í Brussel í morgun að ákvörðun Trumps afstýrði ekki friði heldur gerði það mögulegt að ná friðarsamkomulagi.

Netanyahu sagði í gær að Palestínumenn yrðu að sætta sig við raunveruleikann - Jerúsalem væri höfuðborg Ísraels og hefði verið það í þrjú þúsund ár. Hún hefði aldrei verið höfuðborg annars ríkis. 

AFP

Átök hafa blossað upp víða vegna ákvörðunar Trumps og kostað nokkur mannslíf.

En Trump tísti í gærkvöldi um fréttafalsanir líkt og oft áður.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert