Farnir að falsa dollara á ný?

AFP

Falsaður 100 dollara seðill fannst í Suður-Kóreu í síðasta mánuði sem er svo vel gerður að grunur er uppi um að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu á nýjan leik farin að falsa dollara líkt og þau stunduðu hér á árum áður að því er segir í frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að sérfræðingar hafi skoðað peningaseðilinn og staðfest að hann sé falsaður. Hins vegar var nánast ógerningur að greina hann frá ósviknum seðli. Fyrri falsanir hafa verið merktar með ártölunum 2001 og 2003 en seðillinn sem nú hefur fundist er hins vegar merktur 2006. Um betrumbætta útgáfu er að ræða.

Haft er eftir Yi Ho-Joong hjá bankanum KEB Hana að tæki og aðstöðu upp á 100 milljónir dollara þurfi til þess að geta falsað seðla með þessum hætti og engin glæpasamtök myndu nokkurn tímann fjárfesta slíku fé til að falsa dollaraseðla.

Fjölmiðlar í Suður-Kóreu hafa gert að því skóna að ráðamenn í nágrannaríkinu í norðri hafi hafið fölsun á peningaseðlum á nýjan leik til þess að reyna að komast í kringum hertar viðskiptaþvinganir gegn landinu vegna kjarnorkutilrauna þess.

Hins vegar segir Yi að ekki liggi fyrir neinar beinharðar sannanir fyrir því að peningaseðilinn sem fannst í síðasta mánuði megi rekja til Norður-Kóreu. 

mbl.is
Bílskúrshurðaropnari með fjarstýringu
Til sölu opnari fyrir bílskúr. tegund: BERNAL Typ:BA 1000. 15000,-kr. upplýs...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...