Standa saman gegn gyðingahatri

Lögregla að störfum við bænahús gyðinga í Gautaborg á laugardag.
Lögregla að störfum við bænahús gyðinga í Gautaborg á laugardag. AFP

Leiðtogar gyðinga og múslíma í Svíþjóð segja nauðsynlegt að trúarhópar í landinu ræði meira saman og komi í veg fyrir gyðingahatur. Á föstudag var gyðingum mótmælt í Malmö og á laugardag var fáni Ísraels brenndur á mótmælafundi í Stokkhólmi. Þann sama dag voru þrír handteknir eftir að bensínsprengju var kastað inn í bænahús gyðinga í Gautaborg.

Ástandið skánaði ekki í gær þegar tveimur flöskum með eldfimum vökva þar kastað inn í miðstöð gyðinga íMalmö(JudiskaFörsamlingen iMalmö).

Norræna ný-nasistahreyfingin, Nordic Resistance Movement.
Norræna ný-nasistahreyfingin, Nordic Resistance Movement. AFP

Gyðingar í Malmö segja að þetta veki með þeim ugg og ekki síst atvikið í Gautaborg. Ekki sé líðandi að fólk tjái sig með þessum hætti. Óskað hefur verið eftir því við lögreglu að hún standi vörð um ákveðna staði í Stokkhólmi, Gautaborg og Malmö.

Hópur múslíma kom í heimsókn í miðstöð gyðinga í Malmö á sunnudag til þess að sýna samkennd og komu færandi hendi með blóm. Leiðtogi gyðinga er þakklátur fyrir það og eins þakkar hann stjórnvöldum og lögreglu stuðninginn.

Nýnasistar þrömmuðu gegn gyðingum

Utanríkisráðherra Svíþjóðar, Margot Wallström, átti að hitta forsætisráðherra Ísrael, Benajmin Netanyahu í Brussels í gær ásamt öðrum utanríkisráðherrum ESB-ríkja en fresta varð fundinum vegna veðurs. Hún segir að herða verði baráttuna gegn gyðingahatri í Svíþjóð og forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven tekur í sama streng. „Það er ekkert rými fyrir gyðingahatur í sænsku samfélagi og ódæðismennirnir verði dæmdir,“ segir Löfven.

Þetta er ekki í fyrsta skipti í ár sem gyðingahatur kemur upp á yfirborðið í Svíþjóð. Í september tóku ný-nasistar þátt í samkomu í miðborg Gautaborgar og mótmæltu veru gyðinga í landinu. Ný-nasistarnir komu saman á heilögum degi gyðinga, Yom Kippur, og ætluðu sér að ganga fram hjá bænahúsi gyðinga í borginni en var neitað um heimild til þess af hálfu yfirvalda.

Öfgamenn í norræni nasistahreyfingu, Nordic Resistance Movement.
Öfgamenn í norræni nasistahreyfingu, Nordic Resistance Movement. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert