Heimilislaus gekk burt með 300.000 evrur

Charles de Gaulle flugvöllurinn. Maður var að leita í ruslatunnum ...
Charles de Gaulle flugvöllurinn. Maður var að leita í ruslatunnum fyrir utan fyrirtækið og virtist hissa er hurðin sem hann hallaði sér upp að opnaðist. Hann fór því næst inn og sést svo koma út með tvo poka. AFP

Maður, sem talinn er vera heimilislaus, náði sér í hundruð þúsund evra er hann hallaði sér upp að hurð á Charles de Gaulle flugvellinum í París að því er BBC greinir frá.

Flugvallarlögreglan segist kannast við manninn af myndum úr eftirlitsmyndavélum flugvallarins sem einn þeirra sem sofi úti í nágrenni flugvallarins.

Dyrnar á hjá Loomis lausafjárfyrirtækinu í flugstöðvarbyggingu 2F höfðu verið skildar eftir ólæstar og maðurinn, sem talinn er vera um fimmtugt, gekk þaðan út með tvo poka fulla af reiðufé.

Lögregla leitar nú mannsins.

Það var um hálfsexleytið síðasta föstudag sem viðvörunarkerfi Loomis fór í gang og sáu lögreglumenn sem skoðuðu eftirlitsmyndbönd að maður sem hafði verið að leita í ruslatunnum fyrir utan fyrirtækið virtist hissa er hurðin sem hann hallaði sér upp að opnaðist. Hann fór því næst inn og sést svo koma út með tvo poka.

Maðurinn skildi eftir ferðatösku hjá Loomis, en ekkert af innihaldi hennar gefur til kynna hver hann er.

Talið er að maðurinn hafi horfið á brott með um 300.000 evrur.

Franska dagblaðið Le Parisien hefur eftir heimildamanni sem tengist rannsókninni að um einstaka tilviljun sé að ræða. „Þessi heimilislausi maður græddi á þessum kringumstæðum og náði sér í verulega stóra jólagjöf.“

mbl.is
Aupair í Bandaríkjunum
Við óskum eftir aupair til að aðstoða við að reka heimilið. Vinnan felst fyrst o...
Til sölu á Jótlandi, íbúð + iðnaður
Mikið pláss 1268 m/2 á 3000 m/2 lóð, m.a. 300 m/2 íbúð, stórt rafmagnsinntak. Ým...
Husqvarna 401 Vitpilen árg. 2018
Eigum á lagert til afgreiðslu strax Husqvarna 401 Vitpilen. A2 réttindi, 45hp. 6...