Nóbelsverðlaunahafa hefði verið hafnað

Claude Simon.
Claude Simon. Ljósmynd/Twitter

Bók franska rithöfundarins, Claude Simon sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1985, hefði ekki verið gefin út í dag samkvæmt tilraun sem einn aðdáenda Simon framkvæmdi nýverið.

Rithöfundurinn Serge Volle sendi 19 útgefundum 50 blaðsíður úr Höllinni eftir Simon. Sögusvið bókarinnar er spænska borgarastyrjöldin en Simon lést árið 2005, 91 árs.

Tólf útgefendur höfnuðu því sem Volle sendi þeim og hinir sjö höfðu ekki fyrir því að svara honum. Einn sagði „óendanlega langar setningar láta lesanda missa þráðinn,“ sagði Volle í viðtali við franska útvarpsstöð.

Því var bætt við að fléttan í bókinni væri ekki góð og persónusköpun ekki sannfærandi.

Volle heldur því fram að niðurstaða þessarar óformlegu kannanar sýni að útgefendur í dag hugsi bara um auðlesnar bækur sem nái örugglega ofarlega á metsölulista. Hann neitaði að gefa upp hvaða útgefendur ættu í hlut.

Frétt Guardian.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Rafhitari fyrir gólfhitakerfi
Til sölu Rafhitari fyrir gólfhitakerfi, 12kw 5ltr rafhitari. Til upphitunar íbúð...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...