Þeir brugðust börnunum fullkomlega

Börnin voru beitt ofbeldi á stöðum þar sem þau áttu …
Börnin voru beitt ofbeldi á stöðum þar sem þau áttu að njóta menntunar, stunda íþróttir, menningu eða vera í tómstundastarfi. AFP

Ástralskar stofnanir brugðust algjörlega börnum sem þær áttu að hafa umsjón með. Tugir þúsunda barna voru beitt kynferðislegu ofbeldi á meðan þau voru í umsjón þeirra, þar á meðal stofnana á vegum kaþólsku kirkjunnar. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar á vegum ástralska ríkisins á brotum gegn börnum í landinu. Rannsókn nefndarinnar er lokið eftir fimm ára starf. Nefndin leggur til að skírlífi meðal kaþólskra presta eigi að vera þeirra val í þeirri von að það geti dregið úr kynferðislegu ofbeldi sem þeir beita börn sem eru í þeirra umsjón.

Ríkisstjórnin skipaði nefndina, Royal Commissionin to Institutional Responses to Child Sexual Abuse, árið 2012 eftir áratuga þrýsting um að rannsaka ásakanir um brot gegn börnum í landinu.

Dómarar sem sátu í nefndinni, Royal Commission.
Dómarar sem sátu í nefndinni, Royal Commission. AFP

Nefndin ræddi við yfir 15 þúsund fórnarlömb níðinga, fólk sem hafði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á barnsaldri af hálfu kirkjunnar þjóna, munaðarleysingjahæla, íþróttafélaga, ungmennasamtaka og skóla. Oft voru brotin framin fyrir áratugum síðan. Hryllilegar lýsingar litu dagsins ljós og oft brotnuðu fórnarlömbin saman við vitnaleiðslurnar, sumar voru opinberar aðrar ekki.

Alls voru yfir fjögur þúsund stofnanir sakaðar um misnotkun, margar þeirra eru undir stjórn kaþólsku kirkjunnar.

Munum aldrei vita hvað þau voru mörg í raun og veru

„Tugir þúsunda barna voru beitt kynferðislegu ofbeldi á mörgum áströlskum stofnunum. Við munum aldrei vita hversu mörg þau eru allt í allt," segir í lokaskýrslu nefndarinnar sem var birt í dag.

Hver sem fjöldinn er þá er þetta harmleikur þjóðarinnar. Ódæði framin kynslóð fram af kynslóð innan margra af þeim stofnunum sem við treystum best, segir ennfremur í skýrslunni. Þar kemur fram að misnotkunin átti sér stað nánast alls staðar þar sem börn bjuggu eða voru til þess að njóta menntunar, tómstundastarfi, íþróttum, trúum eða menningarstarfsemi. „Og við erum ekki bara að tala um fáein skemmd epli,“ segja skýrsluhöfundar.

Brot voru framin gegn tugum þúsunda barna.
Brot voru framin gegn tugum þúsunda barna. AFP

„Hjá sumum stofnunum voru margfaldir barnaníðingar sem beittu fjölmörg börn kynferðislegu ofbeldi,“ segir ennfremur.

Eðli misnotkunar svo viðbjóðslegt

„Helstu stofnanir samfélagsins hafa brugðist fullkomlega. Í mörgum tilvikum hefur þetta orðið enn verra vegna viðbragða sem þeir sem brotið var á urðu fyrir af þeirra hálfu. Vandamálið er svo víðfeðmt og eðli misnotkunar svo viðbjóðslegt að það er erfitt að skilja þau,“ segir í skýrslunni.

Yfir 2.500 kærur hafa verið sendar til lögreglu og þar er verið að undirbúa 230 saksóknir. Skýrslan er í  17 bindum og þar er meðal annars lagt til að breytingar verði gerðar á starfsemi kaþólsku kirkjunnar. Meðal annars að prestum verði gert að tilkynna um misnotkun sem þeim er sagt frá í skriftarstólnum. Eins hvort það þurfi hreinlega ekki að hætta að banna prestum kaþólsku kirkjunnar að lifa kynlífi, nema þeir vilji það ekki, til þess að koma í veg fyrir að þeir níðist á börnum sem eru í þeirra umsjón. 

Biður afsökunar á fortíð kirkjunnar

Erkibiskupinn í Melbourne, Denis Hart, bað í dag afsökunar fyrir skammarlega fortíð kirkjunnar og sagði að það væri höndum Páfagarðs að ákveða hvort einhverjir yrðu kærðir. Hann segir að ekki megi rjúfa trúnað sem ríki í skriftarstólnum en segir að ef einhver myndi játa að vera barnaníðingur þá mundi hann synja viðkomandi um syndaaflausn nema sá færi til yfirvalda og tilkynnti um brot sitt. Spurður um valkvætt skírlífi segir hann að það geti reynst erfitt.

Við vitnaleiðslur nefndarinnar kom fram að 7% kaþólskra presta voru sakaður um barnaníð í Ástralíu á árunum 1950 til 2010 en ásakanirnar voru aldrei rannsakaðar. Börnin voru hundsuð þegar þau sökuðu prestana um níð og var jafnvel refsað stigi þau fram og greindu frá brotunum.

Ástralskir stjórnmálamenn að skoða skýrsluna.
Ástralskir stjórnmálamenn að skoða skýrsluna. AFP

40% starfsmanna sakaðir um níð

Meðal annars eru tilgreindir yfir 1.800 barnaníðingar þar sem meðalaldur fórnarlamba þeirra var 10 ára í tilviki stúlkna en 11 ára þegar um drengi var að ræða.

The St John of God Brothers trúarreglan var sú skelfilegasta en þar voru yfir 40% starfsmanna reglunnar sakaðir um barnaníð.

Einn þeirra sem er harðlega gagnrýndur er fjármálastjóri Páfagarðs í dag, George Pell kardináli, en hann er meðal annars gagnrýndur fyrir það hvernig hann tók á prestum og barnaníðum þeirra í Victoria.

Pell er einnig sakaður um fjölmörg brot gagnvart börnum á meðan hann var starfandi í heimalandinu, Ástralíu. Í mars verður fjallað um málið og ákveðið hvort nægar sannanir eru fyrir henti til þess að ákæra hann.

Í mars í fyrra bar Pell vitni fyrir nefndinni og viðurkenndi r að hafa ekki gripið til aðgerða þegar fórn­ar­lamb prests, ung­ur dreng­ur sagði hon­um frá barn­aníðinu sem hann varð fyr­ir. Pell seg­ir að það sé hörmu­leg til­vilj­un að í sama kaþólska skól­an­um í Ball­arat í Ástr­al­íu hafi starfað fimm barn­aníðing­ar á átt­unda ára­tugn­um.

Frétt mbl.is: Fimm

Pell sagði að nem­andi við  St Pat­rick's mennta­skól­ann í Ball­arat hafi greint frá því að bróðir Edw­ard Dowl­an bryti á drengj­um við skól­ann árið 1974. Að sögn Pell greindi pilt­ur­inn frá þessu í hálf­kær­ingi og hann hafi ekki beðið sig um að grípa inn í. 

Dowl­an, sem hef­ur breytt nafni sínu íTed­Ba­les, var fang­elsaður 2015  fyr­ir barn­aníð gegn drengn­um á átt­unda- og ní­unda ára­tug síðustu ald­ar.Dowl­an var dæmd­ur í sex og hálfs árs fang­elsi fyr­ir brot gegn fjölda drengja.

Forsætisráðherra Ástralíu, Malcolm Turnbull, bar lof á fórnarlömbin sem höfðu hugrekki til að bera vitni. Hann segir að allt of lengi hafi níðingar komist upp með glæpi gegn börnum í Ástralíu. Slík brot hafi verið falin og hundsuð allt of lengi. 

George Pell kardináli.
George Pell kardináli. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert