Pútín þakkaði Trump fyrir aðstoð CIA

AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði í dag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að bandaríska leyniþjónustan CIA skyldi láta Rússum í té gögn sem urðu til að hægt var að koma í veg fyrir mannskæð hryðjuverk í Pétursborg í gær. BBC greinir frá.

Trump og Pútín töluðu saman í síma í dag þar sem sá síðarnefndi þakkaði fyrir veitta aðstoð. Í frétt AFP-fréttaveitunnar segir að gögnin hafi komið lögregluyfirvöldum í Rússlandi að gagni við að uppræta hóp hryðjuverkamanna á vegum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við ríki Íslams. Var hópurinn að leggja á ráðin um sjálfsmorðsárás sem átti að framkvæma hinn 16. desember, sem var í gær.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Gámasliskjur
Eigum nokkrar nýjar gámasliskjur fyrir 6000 kg burðargetu. Eru á lager og til a...
 
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...