Mannskætt lestarslys í Bandaríkjunum

Frá slysstað.
Frá slysstað. AFP

Talið er að nokkrir hafi látið lífið þegar fjórir lestarvagnar fóru út af sporinu í Washington-ríki í Bandaríkjunum snemma í morgun að staðartíma.

Einn vagnanna lenti ofan á hraðbraut, þar sem morgunumferðin var mikil.

„Það er ljóst að einhverjir hafa látist,“ sagði talsmaður lögreglunnar á svæðinu, Ed Troyer, við fréttamenn á svæðinu. Einhverjir eru enn fastir inni í lestinni.

Slysið varð klukkan hálf átta að staðartíma en lestin var á leið frá Seattle til Portland. Lestin var á 130 kílómetra hraða á klukkustund en í það minnsta 75 manns voru um borð í lestinni.

mbl.is