Hermenn dæmdir í ævilangt fangelsi

Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands. AFP

Fimmtán tyrkneskir hermenn voru í dag dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu að misheppnuðu valdaráni í landinu í júlí í fyrra. Fjöldi annarra hermanna hefur verið fangelsaður fyrir þátt sinn í valdaráninu.

Flestir voru mennirnir liðsforingjar í hernum. Samkvæmt ríkisfjölmiðlinum Anadolu voru þeir dæmdir fyrir að hafa reynt að ná völdum í höfuðstöðvum stjórnarflokks landsins í Istanbúl.

Recep Tayyip Er­doga, for­seti Tyrk­lands, sagði þegar ár var liðið frá valdaráninu að hann vildi afhöfða svikarana sem tóku þátt í því.

Dóm­ur­inn var kveðinn upp í Silivri í útjarði Istanbúl. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að hermennirnir hefðu gert tilraun til að ráðast inn í og ná yfirráðum yfir skrifstofu AKP-flokksins, flokks Erdogans.

Tyrkir halda því fram að múslímski klerkurinn Fethullah Gulen standi á bak við valdaránstilraunina. Gulen, sem býr í Bandaríkjunum, hefur ávallt neitað þeim ásökunum.

Samtals hafa 55 þúsund verið handteknir í tengslum við valdaránstilraunina í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert