Hertar refsiaðgerðir gegn N-Kóreu

Norður-Kóreumenn á gangi fyrir framan styttur af leiðtogunum Kim Il-Sung …
Norður-Kóreumenn á gangi fyrir framan styttur af leiðtogunum Kim Il-Sung (til vinstri) og Kim Jong-Il (til hægri). AFP

Bandaríkin hafa lagt fram frumvarp um hertar refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu. Búist er við því að kosið verður um það  í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á morgun.

Samkvæmt frumvarpinu verður bannaður flutningur á 90% af allri olíu til landsins, auk þess sem allir Norður-Kóreumenn sem starfa erlendis verða sendir heim innan tólf mánaða.

Örygg­is­ráðið hefur þrívegis hert á viðskiptaþving­un­um sín­um gegn Norður-Kór­eu að undanförnu í því skyni að reyna að fá norðurkór­eska ráðamenn til að hætta við kjarn­orku­vopna­áætl­un sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert