Kjörsókn betri en í síðustu kosningum

Kjósandi smellir kossi á kjörseðilinn á kjörstað. Kosningaþátttaka í kosningum …
Kjósandi smellir kossi á kjörseðilinn á kjörstað. Kosningaþátttaka í kosningum til þings heimastjórnar Katalóníu er betri en í síðustu kosningum fyrir tveimur árum. AFP

Kjörstöðum hefur verið lokað í Katalóníu, en kosið er til þings heimastjórnar héraðsins í dag.

Katalónska þingið samþykkti í lok októ­ber að lýsa yfir sjálf­stæði frá Spáni, en kosið var um sjálfs­stjórn héraðsins í þjóðar­at­kvæðagreiðslu byrj­un októ­ber. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánarr svipti Katalón­íu sjálfs­stjórn í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar og boðaði til kosn­inga í héraðinu.

Skoðanakannanir benda til tvísýnna kosninga og stendur baráttan á milli ERC, flokk sjálfstæðissinna, og Borgaraflokksins, flokks sameiningarsinna. 

Kjörstaðir opnuðu klukkan níu að staðartíma í morgun og lokuðu klukkan 20. Í frétt BBC kemur fram að klukkan 18 í dag höfðu 68% kjósenda greitt atkvæði sem er um 5% meiri þátttaka en í héraðskosningunum árið 2015. 

Búast má við niðurstöðum kosninganna um klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. 

Nokkrar útgönguspár hafa verið gefnar út en varasamt er að draga ályktun af þeim þar sem skoðanakannanir sína lítinn mun á fylgi flokkanna. BBC greinir frá einni útgönguspá þar sem aðskilnaðarsinnum er spáð meirihluta á þinginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert