Milljón smitast af kóleru

Barn smitað af kóleru fær meðferð á heilsugæslustöð í Jemen.
Barn smitað af kóleru fær meðferð á heilsugæslustöð í Jemen. AFP

Talið er að milljón tilfelli kóleru hafi nú greinst í hinu stríðshrjáða ríki Jemen að því er Rauði krossinn segir. 

Í nóvember kom fram í yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, að um 2.200 manns hefðu dáið úr sjúkdómnum í landinu. Skýringuna má finna í því að hreint vatn er nú af mjög skornum skammti í landinu vegna átakanna en bakterían sem veldur kóleru berst fyrst og fremst milli manna með óhreinu vatni. 

Hægt hefur á fjölgun kólerutilfella síðustu vikur en því hafði þó verið spáð að þau yrðu yfir milljón þetta árið. 

Yfir 8.750 manns hafa fallið í átökum í Jemen frá því í mars árið 2015. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert