Brenndi konu til dauða

Í ár hefur kynbundnu ofbeldi á Indlandi oftsinnis verið mótmælt.
Í ár hefur kynbundnu ofbeldi á Indlandi oftsinnis verið mótmælt. AFP

Lögreglan á Indlandi hefur handtekið karlmann í borginni Hyderabad fyrir að hafa brennt konu til dauða. Maðurinn kveikti í konunni er hann varð ósáttur við hana. 

Sandhya Rani var 25 ára. Hún var á leið heim til sín frá vinnu er fyrrverandi samstarfsmaður hennar réðst á hana. Sá er 28 ára. 

Í frétt BBC kemur fram að sjónarvottar segi þau tvö hafa rifist. Maðurinn hafi svo helt eldfimum vökva yfir hana og borið eld að. Í fréttinni kemur einnig fram að maðurinn hafi sótt það fast í tvö ár að hún giftist sér. Hún hafnaði bónorðum hans ítrekað. 

Kynbundið ofbeldi á Indlandi er algengt en síðustu ár hefur vakning orðið í samfélaginu vegna þess í kjölfar hópnauðgunar á konu í strætisvagni í Delí árið 2012. Í kjölfarið hafa refsingar við slíkum brotum verið hertar. 

Ofbeldi gegn konum og börnum er þó enn mjög útbreitt. Árásirnar eru oft hrottafengnar. Á hverju ári verða hundruð kvenna fyrir sýruárásum, oft af hendi afbrýðisamra maka eða fyrrverandi maka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert