Úkraína hafi rétt til að verja sig

Átökin í Úkraínu hafa staðið yfir síðan 2014.
Átökin í Úkraínu hafa staðið yfir síðan 2014. DIMITAR DILKOFF

Ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum til að verja 47 milljónum Bandaríkjadala til að auka varnargetu Úkraínu hefur fengið harða gagnrýni frá stjórnvöldum í Rússlandi. Úkraínsk stjórnvöld taka ákvörðuninni hins vegar fagnandi.

Á föstudag tilkynntu Bandaríkin að þau myndu útvega Úkraínu aukna varnargetu. Í tilkynningu sagði að hjálpin væri eingöngu varnarleg og að landið sé fullveldi sem hafi rétt til að verjast. Átök á milli yfirvalda í Úkraínu og aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins sem vilja sameinast Rússlandi hafa staðið yfir síðan í apríl 2014 og kostað 10.000 manns lífið.

Bandaríkin hvetji til aukinna blóðsúthellinga

Tilkynningin var gefin út daginn eftir að leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu auknar refsiaðgerðir gegn Moskvu vegna afskipta þeirra í Úkraínu síðastliðna sex mánuði.

Yfirvöld í Moskvu sendu frá sér yfirlýsingu í dag, laugardag, og sögðu Bandaríkin hvetja til aukins blóðbaðs með aðgerðum sínum. Utanríkisráðherrann Sergei Ryabkov sagði yfirvöld í Kiev skjóta á Donbass, svæðið þar sem átökin eru hvað hörðust, alla daga í von um að útrýma óhlýðnum lýðnum.

Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, nafn, sagði jafnframt að aðgerðir Bandaríkjanna drægju úr möguleikanum á friðsælli málamiðlun á svæðinu og hvatti Úkraínsk stjórnvöld til þess semja við uppreisnarmenn með heiðarlegum samræðum.

Yfirvöld í Úkraínu fagna hins vegar ákvörðuninni og segja Bandaríkin loksins hafa tekið þá ákvörðun að líta á landið sem fullveldi sem hafi fullan rétt á að kaupa vopn til varnar landsins.

Um þessar mundir stendur yfir vopnahlé á Donbass-svæðinu, en báðir aðilar hafa sakað hvorn annan um brot á hléinu.

mbl.is
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Einstakt vortilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...