Ekki gleyma flóttafólkinu

Frans páfi í Péturskirkjunni í kvöld.
Frans páfi í Péturskirkjunni í kvöld. AFP

Frans páfi hvatti þann 1,3 milljarð jarðarbúa sem er kaþólskrar trúar til þess að hunsa ekki hlutskipti flóttafólks sem hefur neyðst til þess að flýja eigið landvegna þess að leiðtogar landa þeirra hika ekki við að úthella saklausu blóði.

Frans páfi, sem er frá Argentínu, er barnabarn ítalsks flóttamanns, flutti jólapredikun í Péturskirkjunni í kvöld.

Hann gagnrýndi harðlega þjóðarleiðtoga sem hika ekki við að fórna lífi annarra til þess að auka eigin völd og auðæfi. Milljónir séu á flótta vegna slíkra þjóðarleiðtoga um allan heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert