Jól í skugga ákvörðunar Trumps

AFP

Mikil spenna er í loftinu í Betlehem á sama tíma og jólahátíðin gengur í garð. Miklu færri ferðamenn eru þar í ár í kjölfar ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.

AFP

Á Manger-torgi í Betlehem komu hundruð Palestínumanna saman, börðu í trommur og sekkjapípur til að mótmæla ákvörðun Trumps fyrr í mánuðinum.

Tólf Palestínumenn hafa verið drepnir síðan Trump lýsti þessu yfir 6. desember, þar á meðal 19 ára piltur sem lést af völdum sára sinna í dag níu dögum eftir að hafa verið skotinn við mótmæli á Gaza. 

AFP

Nahil Banura, kristin kona frá bænum Beit Sahur, skammt frá Betlehem, segir í viðtali við AFP fréttastofuna að Trump hafi tekist að eyðileggja jólin fyrir fólki sem þarna býr.

AFP
mbl.is
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Smart föt, fyrir smart konur !
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...