Þakkar Filippusi fyrir stuðninginn

Elísabet Englandsdrottning, 13. desember, að lokinni upptöku á sjónvarpsræðunni.
Elísabet Englandsdrottning, 13. desember, að lokinni upptöku á sjónvarpsræðunni. AFP

Elísabet Englandsdrottning mun í jólaræðu sinni í dag hrósa því hvernig íbúar og stjórnvöld í London og Manchester brugðust við hryðjuverkaárásum í borgunum fyrr á þessu ári.

Hún mun einnig þakka eiginmanni sínum Filippusi drottningarmanni fyrir „stuðninginn og einstakt skopskyn“ en hann hætti þátttöku í opinberum störfum á árinu.

„Þessi jól vil ég þakka London og Manchester en krafturinn þar skein í gegn á tólf mánaða tímabili í kjölfar hryllilegra árása,“ segir Elísabet í sjónvarpsræðu sinni sem var tekin upp fyrr í mánuðinum en hluti hennar hefur verið birtur fyrir fram.

Elísabet og Filippus fyrr á árinu.
Elísabet og Filippus fyrr á árinu. AFP

Tvær árásir voru gerðar í London, auk þess sem 22 manns, þar á meðal börn, voru drepin í hryðjuverkaárás í Manchester Arena í maí á tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariana Grande.

Um Filippus segir Elísabet: „Ég veit að stuðningur hans og einstakt skopskyn verður eins og best verður á kosið er við eyðum jólunum með fjölskyldu okkar og hlökkum til að taka á mótum nýjum fjölskyldumeðlimi á næsta ári.“ Meghan Markle mun þá giftast Harry Bretaprins.

Elísabet Englandsdrottning.
Elísabet Englandsdrottning. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert