Skiptust á hundruðum fanga

Fangaskiptin voru þau fyrstu sem fram hafa farið í 15 …
Fangaskiptin voru þau fyrstu sem fram hafa farið í 15 mánuði. AFP

Fangaskipti á hundruðum fanga fóru fram í Úkraínu í dag, þar sem yfirvöld skiptust á föngum við uppreisnarmenn aðskilnaðarsinna í landinu. Um var að ræða ein stærstu fangaskiptin síðan átökin í landinu hófust árið 2014, að því er BBC greinir frá.

Alls voru um 230 fangar sendir aftur til umráðasvæðis uppreisnarmanna í Donetsk og Luhansk, en 74 föngum þeirra var sleppt til yfirvalda í skiptum fyrir þá.

Upphaflega var tilkynnt um að fleiri föngum yfirvalda yrði slepp til uppreisnarmanna, en margir þeirra neitaði að fara til baka á yfirráðasvæði uppreisnarmannanna í Donetsk og Luhansk. Talsmaður Rauða krossins í Úkraínu sagði að sumum þeirra hefði þegar verið sleppt úr haldi og kærur gegn þeim verið dregnar til baka. Þá kjósi þeir heldur að halda til á yfirráðasvæði yfirvalda þar í landi.

Fangaskiptin eru eitt af þeim atriðum sem kveðið er á um í Minsk-friðarsáttmálanum, en þau voru þó þau fyrstu sem fram hafa farið í 15 mánuði. Sérfræðingar segja að fangaskiptin marki þó ekki framfarir í deilunum.

Viðræðurnar um fangaskiptin höfðu staðið yfir um margra mánaða skeið, og að þeim komu meðal annar Vladimír Pútin Rússlandsforseti og Pedro Poroshenko forseti Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert