Óttast efnavopnaárás

Kim Jong-Un er einræðisherra í Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un er einræðisherra í Norður-Kóreu. AFP

Norðurkóreskur hermaður sem flúði til Suður-Kóreu í ár var með mótefni gegn miltisbrandi í blóðinu. Er nú óttast að stjórnvöld í Norður-Kóreu ætli sér að nota sjúkdóminn sem vopn.

Suðurkóresk yfirvöld segja að hermaðurinn hafi annaðhvort komist í snertingu við miltisbrand eða verið bólusettur gegn honum.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar um málið segir að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi um hríð verið grunuð um að framleiða efnavopn. Árið 2015 kynntu þau opinberlega rannsóknarstofnun í höfuðborginni Pyongyang sem þau sögðu framleiða skordýraeitur en sérfræðingar telja að þar séu efnavopn framleidd.

Þá er talið að þau ætli að hlaða odda langdrægra eldflauga með sporum (gróum) miltisbrands. 

Í frétt CNN segir að yfirvöld í Suður-Kóreu hafi keypt töluvert af mótefni gegn miltisbrandi sem hermönnum verði gefið, komi til efnavopnaárásar úr norðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert