Ríki íslams segist bera ábyrgð

Slasaður maður fyrir utan sjúkrahús í Kabúl í dag í …
Slasaður maður fyrir utan sjúkrahús í Kabúl í dag í kjölfar árásarinnar í morgun. AFP

Vígasamtökin Ríki íslams segjast bera ábyrgð á sprengjutilræðum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Þrjár sprengjur voru sprengdar og um fjörutíu féllu. Árásinni var beint að menningarmiðstöð sjítamúslima í borginni. 

Tugir særðust í árásinni í dag.

Ríki íslams hafa gert margar mannskæðar árásir í Afganistan frá því að samtökin voru skilgreind sem hryðjuverkasamtök á svæðinu árið 2015. Frá því í fyrra hefur árásum á höfuðborgina Kabúl fjölgað. Sameinuðu þjóðirnar telja að Kabúl sé einn hættulegasti staðurinn í landinu um þessar mundir fyrir óbreytta borgara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert