Tugir féllu í loftárás í Jemen

Ummerki eftir loftárás Sádi-Araba í Haijah-héraði í Jemen á jóladag.
Ummerki eftir loftárás Sádi-Araba í Haijah-héraði í Jemen á jóladag. AFP

Að minnsta kosti 68 óbreyttir borgarar féllu í loftárásum í Jemen á einum degi. Árásirnar voru gerðar af hernaðarbandalagi sem Sádi-Arabar leiða í landinu gegn hópum uppreisnarmanna, að sögn yfirmanns Sameinuðu þjóðanna á vettvangi.

Fyrri árásin var gerð á vinsælan útimarkað í Taez-héraði á þriðjudag. Þar létust 54 óbreyttir borgarar og þeirra á meðal átta börn. 32 særðust. Síðari árásin var gerð sama dag í hafnarborginni Hodeida. Þar létust fjórtán úr einni og sömu fjölskyldunni.

Í þeirri borg starfar íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem var í viðtali við mbl.is á öðrum degi jóla. Þar lýsti hann þeirri neyð sem skapast hefur í landinu nú þegar bardagar hafa staðið í þúsund daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert