Tíu látnir í mótmælum í Íran

Mótmælin sem hafa staðið yfir í fimm daga er mesta …
Mótmælin sem hafa staðið yfir í fimm daga er mesta andstaða sem ír­önsk stjórn­völd hafa staðið frammi fyr­ir frá ár­inu 2009 þegar mót­mæl­end­ur komu sam­an til að krefjast um­bóta í land­inu. AFP

Tíu manns hafa látið lífið í fjölmennum mótmælum víðs vegar í Íran, samkvæmt upplýsingum frá ríkissjónvarpi Írans. BBC greinir frá.

Mót­mæl­in hafa staðið yfir í fimm daga og hófust í borg­inni Mashhad, þeirri næst­stærstu í land­inu. Fólk fjöl­mennti á göt­ur miðborg­ar­inn­ar til að sýna reiði sína yfir háu verðlagi í land­inu og var mót­mæl­un­um beint að for­seta lands­ins, Hass­an Rou­hani.

Mótmælin standa yfir í nokkrum borgum og voru tveir mótmælendur skotnir til bana í nótt í mótmælum í bænum Izes í suðvesturhluta Íran.

„Íbúar í Izeh, líkt og öðrum borgum, eru að mótmæla bágu efnahagsástandi og því miður hefur það leitt til tveggja dauðsfalla,“ hefur ILNA fréttastofan í Íran eftir þingmanni í bænum.

Þetta er mesta andstaða sem ír­önsk stjórn­völd hafa staðið frammi fyr­ir frá ár­inu 2009 þegar mót­mæl­end­ur komu sam­an til að krefjast um­bóta í land­inu.

Frétt mbl.is: Mótmælendur muni mæta „járnhnefa“

Alls búa um 200 þúsund manns í Izeh. Mótmælendur hafa meðal annars brotið rúður í bönkum og vill þingmaðurinn meina að þá hafi lögreglan gripið til aðgerða, með þeim afleiðingum að tveir mótmælendur létust. Að sögn ríkisstjórans á svæðinu er þó talið ólíklegt að lögreglan hafi hafið skothríð á mótmælendur, þar sem hún hafi fengið fyrirmæli þess efnis að gera það ekki.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert