Útgáfu bókar um Trump flýtt

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir innihald bókar sem á að ...
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir innihald bókar sem á að veita innsýn inn í líf hans í Hvíta húsinu vera „tóma þvælu.“ AFP

Fjölmiðlamaðurinn og rithöfundinn Michael Wolff er ekki þekktur fyrir að láta smávægis deilur eða ágreining koma í veg fyrir áætlanir sínar. Fjaðrafokið í kringum nýjustu bók hans, Fire and Fury: Inside the Trump White House, fellur því vel í kramið hjá honum, enda hefur eftirspurn eftir bókinni rokið upp úr öllu valdi.

Bókin sem allt snýst um. Fire and Fury: Inside the ...
Bókin sem allt snýst um. Fire and Fury: Inside the Trump White House verður fáanleg í verslunum í Bandaríkjunum á morgun. AFP

Bókin, sem veitir innsýn inn í leik og störf Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu, átti upphaflega að koma út í næstu viku, en útgáfudegi hefur verið flýtt, bókin verður fáanleg á morgun.

Breska blaðið Guardian birti fyrsta textabrotið úr bókinni í gær þar sem haft er eftir Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, að hann telji að fundi Don­alds Trumps yngri, sem hann átti með hópi Rússa í Trump-turn­in­um á meðan kosn­inga­bar­átt­an fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um stóð yfir, megi lýsa sem landráði.

Forsetinn brást við eins og honum einum er lagið og sagði Bannon hafa misst vitið á sama tíma og hann missti starf sitt í Hvíta húsinu.

Trump hefur nú hótað Bannon, Wolff og útgáfufélaginu málsókn ef bókin kemur út, sem hann segir byggða á fölskum upplýsingum. Wolff hefur hins vegar greint frá því að bókin byggi á yfir 200 viðtölum við Trump og stafsmenn úr teymi hans sem tekin voru á 18 mánaða tímabili.

Wolff, sem er 64 ára gamall, er þekktur fyrir að gefa ekkert eftir í samskiptum sínum í gegnum tíðina og er óhræddur við að snúa upp á þá sem búa yfir valdi.

Michael Wolff er himinlifandi með athyglina sem bók hans um ...
Michael Wolff er himinlifandi með athyglina sem bók hans um Donald Trump hefur fengið síðastliðinn sólarhring. AFP

Hann er því hæstánægður með viðbrögð forsetans við innihaldi bókarinnar og lét hann ánægju sína í ljós á Twitter:

„Gæti ekki verið ánægðari (augljóslega) með umfjöllunina á FIRE AND FURY,“ skrifaði hann meðal annars á Twitter-síðu sinni í dag.

Þar greindi hann einnig frá því að bókin verður fáanlega frá og með morgundeginum. „Takk, herra forseti.“mbl.is

Bloggað um fréttina

Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Snjóblásarar
Öflugir snjóblásarar fyrir þrítengi á traktora allt að 240cm breiðir. Jarðtætar...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...