Efaðist aldrei um andlega heilsu Trumps

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur Trump til varnar og segist ...
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur Trump til varnar og segist aldrei hafa efast um andlega heilsu hans. AFP

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist aldrei hafa efast um andlega heilsu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta.

Tillerson ræddi nýútkomna bók um forsetann, Fire and Fury: Inside the Trump White House, í viðtali hjá CNN.

Í bókinni hefur Michael Wolff, höf­und­ur hinn­ar um­töluðu bók­ar um Trump, eftir mörgum nán­um sam­starfs­menn for­set­ans kalli hann „fá­vita“ og „fífl“ og segja hann „haga sér eins og barn“.

Trump hef­ur sagt að bók Wolf­fs sé full af lyg­um.

Tillerson, sem á að hafa kallað forsetann hálfvita í fyrra, sagði að Trump væri ekki eins hefðbundninn og forsetar fortíðarinnar.

„Það er vel viðurkennt. Það er líka ástæðan fyrir því að bandaríska þjóðin kaus hann,“ sagði Tillerson í viðtalinu.

Hvað sem útgáfu bókarinnar líður, en hún kom út í gær, mun Trump eyða deginum með hátt settum aðilum í Repúblikanaflokknum þar sem rætt verður um þau stefnumál sem verða sett í forgrunn á árinu.

Frétt BBC


mbl.is

Bloggað um fréttina

Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...