Rannsaka mannshvarf í Noregi

Janne Jemtland bjó í útjaðri bæjarins Brumunddal.
Janne Jemtland bjó í útjaðri bæjarins Brumunddal.

Lögreglan í Noregi leitar enn að Janne Jemtland, tveggja barna 36 ára móður, sem ekkert hefur spurst til eftir að hún yfirgaf heimili sitt aðfaranótt 29. desember. Blóð hefur fundist við leitina, nú síðast í dag.

Lögreglan fann fyrst blóð í gær sem talið er vera úr Jemtland. Í dag fannst meira blóð í nágrenni vegar í bænum Brumunddal, norður af Ósló. 

Janne Jemtland er 36 ára gömul. Hennar hefur verið saknað …
Janne Jemtland er 36 ára gömul. Hennar hefur verið saknað í viku.

Bróðir Jemtland segist í samtali við VG hafa fengið send snapchatskilaboð frá systur sinni er hún var í jólaboði þetta kvöld. Þá hafi hún verið hress og kát. Hann hafi sjálfur sent henni skilaboð en hún ekki opnað þau. 

„Þetta er svo óraunverulegt,“ segir bróðirinn, Terja Opheim. „Maður hefur heyrt um svona áður en nú er maður að upplifa þetta sjálfur.“

Vika er nú liðin frá því að fjölskyldan tilkynnti hvarf Jemtland. Enginn hefur séð hana frá því hún yfirgaf jólaboð í samkomuhúsi 4. dag jóla ásamt eiginmanni sínum. Vitað er að hún fór heim til sín þaðan um klukkan tvö um nóttina. Engin merki bárust frá síma hennar fyrr en um 5.30 um morguninn.

Lögreglan mun nú rannsaka betur svæðið þar sem blóðið fannst, að því er fram kemur í frétt Aftenposten. Hundar verða m.a. notaðir við leitina. Í fréttinni kemur fram að lögreglan hafi m.a. skoðað þá kenningu að ekið hafi verið á Jemtland. Blóðið sem fundist hefur síðustu daga gæti stutt við þá kenningu.

„Þetta er engu að síður aðeins ein af þeim kenningum sem við erum að vinna með,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn André Lillehovde van der Eynden í samtali við Aftenposten. Hann segir blóðið í báðum tilvikum hafa fundist við veginn. 

Eftir blóðfundinn er málið nú rannsakað sem sakamál.

„Við lifum enn í þeirri von að hún finnist á lífi,“ sagði bróðir hennar í samtali við NRK. „En það er erfitt að fá upplýsingar um blóðfundinn.“

google
google google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert