Yfir 25 drukknuðu

Frá björgunaraðgerðum á síðasta ári.
Frá björgunaraðgerðum á síðasta ári. AFP

Óttast er að í það minnsta 25 hafi drukknað er gúmmíbátur sem um 150 flóttamenn voru um borð í lenti í erfiðleikum á Miðjarðarhafinu undan ströndum Líbíu í dag. 

„Gúmmíbátur sökk norður af Trípólí. Að minnsta kosti 25 mann létust í slysinu, enn er óvíst hversu margir. Ítalski sjóherinn er á vettvangi,“ segir í færslu þýsku hjálparsamtakanna Sea Watch á Twitter. 

Ítalska strandgæslan segir að um 85 manns hafi verið bjargað á lífi úr bátnum. Átta lík hefðu þegar fundist í sjónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert